Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráð
  • |
  • Aðildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerðir
  • |
  • Fundargerðir
  • |
  • Verkefnasjóður
  • |
  • Um HSK
Héraðssambandið Skarphéðinn

 

18. nóvember 2024

Íslandsmet og HSK met sett á Silfurleikum

78 keppendur keppendur af sambandssvæði HSK voru skráðir á Silfurleika ÍR sem haldnir voru í Laugardalshöllinni sl. laugardag. Þeir komu frá fimm aðildarfélögum HSK og voru allir 17 ára og yngri.

Keppendur okkar settu tvö Íslandsmet og sex HSK met á mótinu. Anna Metta Óskarsdóttir, Umf. Selfoss, setti Íslandsmet í tveimur aldursflokkum í þrístökki, en hún stökk lengst 11,46 m sem er Íslandsmet bæði í flokki 14 og 15 ára. Stökkið er jafnframt héraðsmet í fjórum aldursflokkum. Anna Metta átti sjálf héraðsmetið í 14 og 15 ára flokkunum, 11,24 m, en í 16-17 ára flokknum bætti hún 25 ára gamalt met Ágústu Tryggvadóttur, sem var 11,38 m og í 18-19 ára flokknum bætti hún 21 árs gamalt met Bryndísar Evu Óskarsdóttur, sem var 11,43 m.

Þá tvíbætti Hjálmar Vilhelm Rúnarsson, Umf. Selfoss, HSK-metið í kúluvarpi í flokki 16-17 ára. Hjálmar Vilhelm stórbætti þar met Arnar Davíðssonar, Umf. Selfoss, en hann kastaði fyrst 14,51 m og átti síðan glæsilegt kast upp á 15,18 m en eldra met Arnar var 14,35 m.

Heildarúrslit mótsins má sjá á www.fri.is.

Mynd: Anna Metta setti Íslandsmet í þrístökki í  tveimur aldursflokkum.

Deila

Tilbaka

Viðburðir

  • 15.07.2025 Héraðsmót fatlaðra í frjálsum íþróttum
  • 15.07.2025 Héraðsmót HSK í frjálsum íþróttum
  • 27.07.2025 Landsmót UMFÍ 50+
  • 31.07.2025 Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum
  • Fleiri viðburðir
  • HSK met
  • Sögulegur fróðleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit héraðsmóta

15.05

Sund, héraðsmót 2025

29.04

Sund, aldursflokkamót 2025

11.04

Blak, héraðsmót stúlkna 2025

11.04

Blak, héraðsmót drengja 2025

13.01

Skák, sveitakeppni HSK

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Formannafundur HSK 2025

Héraðsmótið í sundi 2023

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

15.07

Frjálsar, héraðsmót fatlaðra

15.07

Frjálsar, héraðsmót

logo

Héraðssambandið Skarphéðinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is