Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráđ
  • |
  • Ađildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerđir
  • |
  • Fundargerđir
  • |
  • Verkefnasjóđur
  • |
  • Um HSK
Hérađssambandiđ Skarphéđinn

 

12. nóvember 2024

Allir međ-leikarnir haldnir í fyrsta sinn

Um 120 þátttakendur á aldrinum 6 – 16 ára voru skráðir til leiks á Allir með-leikana sem haldnir voru í fyrsta sinn sl. laugardag. Nokkrir þeirra komu af sambandssvæði HSK. Dagurinn hófst klukkan 10 í Laugardalshöllinni þar sem frjálsar íþróttir voru í boði ásamt körfubolta, fótbolta og handbolta. Eftir hádegishlé leiddi mikill og langur dreki hópinn yfir í Ármannsheimilið í Laugardal þar sem fjölbreytt verkefni biðu þeirra í fimleikasalnum. Viðburðinum lauk svo með diskói um miðjan dag. 

Verkefnið Allir með er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og Íþróttasambands fatlaðra. Það er til þriggja ára og er styrkt af þremur ráðuneytum. Mennta- og barnamálaráðuneytinu, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og Heilbrigðisráðuneytinu. Valdimar Gunnarsson er verkefnisstjóri Allir með.

Markmið verkefnisins Allir með er að fjölga tækifærum iðkenda með fötlun í íþróttum í skipulögðu íþróttastarfi. Börn með fötlun vilja tilheyra sama íþróttafélagi og vinir þeirra eru í. Stefnan er að í framtíðinni þyki eðlilegt að 6 ára börn með fötlun byrji að æfa með sínu íþróttafélagi eins og önnur börn.  Fram hefur komið að rúmlega 3.000 börn á landinu eru með fatlanir, en einungis 4% þeirra eru innan íþróttahreyfingarinnar. 

Allir með- verkefninu fylgir hvatasjóður, sem íþróttafélög geta sótt um í til að opna dyr þeirra fyrir iðkendum með fötlun. Nú þegar er búið að styðja við 20 verkefni víða um land og eru þau ýmist farin af stað eða að gera það. Tvö þeirra verkefna sem hlotið hafa styrk er á vegum Umf. Selfoss og Íþróttafélagsins Suðra, sem er íþróttafélag fatlaðra á Suðurlandi. 

Stefnt er að því að Allir með-leikarnir verði árlegur viðburður og einn af þremur viðburðum undir merkjum Allir með-verkefnisins fyrir iðkendur með fötlun á Íslandi. Hinir eru Íslandsleikarnir, sem fóru í fyrsta sinn fram á Akureyri í vor og viðburður á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer um verslunarmannahelgina ár hvert, í sumar verður mótið á Egilsstöðum. 

Myndir frá leikunum má sjá á myndasafni á Facebooksíðu UMFÍ. Allar upplýsingar um verkefnið eru á www.allirmed.com.

 

Deila

Tilbaka

Viđburđir

  • 15.07.2025 Hérađsmót fatlađra í frjálsum íţróttum
  • 15.07.2025 Hérađsmót HSK í frjálsum íţróttum
  • 27.07.2025 Landsmót UMFÍ 50+
  • 31.07.2025 Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöđum
  • Fleiri viđburđir
  • HSK met
  • Sögulegur fróđleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit hérađsmóta

15.05

Sund, hérađsmót 2025

29.04

Sund, aldursflokkamót 2025

11.04

Blak, hérađsmót stúlkna 2025

11.04

Blak, hérađsmót drengja 2025

13.01

Skák, sveitakeppni HSK

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Formannafundur HSK 2025

Hérađsmótiđ í sundi 2023

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

15.07

Frjálsar, hérađsmót fatlađra

15.07

Frjálsar, hérađsmót

logo

Hérađssambandiđ Skarphéđinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is