Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráđ
  • |
  • Ađildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerđir
  • |
  • Fundargerđir
  • |
  • Verkefnasjóđur
  • |
  • Um HSK
Hérađssambandiđ Skarphéđinn

 

23. október 2024

Vésteinn og Olympíuleikar í 40 ár

Í tilefni af sýningu Minjanefndar Umf. Selfoss um Sigfús Sigurðsson fyrsta Ólympíufara sunnlendinga mætti Vésteinn Hafsteinsson á Selfoss í gær og sagði frá  upplifun sinni af  Ólympíuleikum í gegnum árin. Vésteinn hefur á 40 ára tímabili  farið á ellefu Ólympíuleika, sem keppandi fjórum sinnum og sjö sinnum sem fararstjóri og þjálfari, nú síðast sem fararstjóri ÍSÍ á leikunum í París.

Vésteinn sagði snilldarlega frá ferli sínum, allt frá því að vera ungur þátttakandi í íþróttastarfinu á Selfossi, komast í úrslit í kringlukasti á Ólympíuleikum og verða svo kastþjálfari í fremstu röð í heiminum. Hann náði þeim einstaka árangri að þjálfa tvo Ólympíumeistara í kringlukasti og þá þjálfaði hann fleiri afreksmenn sem unnu til verðlauna á leikunum og öðrum stórmótum.  Vésteinn kynnti einnig þau verkefni sem hann vinnur að þessa dagana, sem afreksstjóri ÍSÍ. Hann komst ekki síður á flug þegar þau málefni voru rædd og markið sett hátt sem vænta mátti.

Mynd: Kristinn Bárðarson nefndarmaður í minjanefnd Umf. Selfoss, Vésteinn Hafsteinsson og Guðmundur Kr. Jónsson heiðursformaður HSK  ræddu málin að loknu erindi Vésteins.

 

Deila

Tilbaka

Viđburđir

  • 15.07.2025 Hérađsmót fatlađra í frjálsum íţróttum
  • 15.07.2025 Hérađsmót HSK í frjálsum íţróttum
  • 27.07.2025 Landsmót UMFÍ 50+
  • 31.07.2025 Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöđum
  • Fleiri viđburđir
  • HSK met
  • Sögulegur fróđleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit hérađsmóta

15.05

Sund, hérađsmót 2025

29.04

Sund, aldursflokkamót 2025

11.04

Blak, hérađsmót stúlkna 2025

11.04

Blak, hérađsmót drengja 2025

13.01

Skák, sveitakeppni HSK

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Formannafundur HSK 2025

Hérađsmótiđ í sundi 2023

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

15.07

Frjálsar, hérađsmót fatlađra

15.07

Frjálsar, hérađsmót

logo

Hérađssambandiđ Skarphéđinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is