Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráđ
  • |
  • Ađildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerđir
  • |
  • Fundargerđir
  • |
  • Verkefnasjóđur
  • |
  • Um HSK
Hérađssambandiđ Skarphéđinn

 

9. september 2024

Ólympíufari ţakkar fyrir stuđninginn

Sem kunnugt er tók Hákon Þór Svavarsson frá Skotíþróttafélagi Suðurlands þátt í haglabyssuskotfimi á Ólympíuleikunum í París í sumar og stóð sig með miklum sóma.

Í apríl sl. ákvað stjórn Verkefnasjóðs HSK að veita Hákoni styrk úr sjóðnum vegna þess frábæra árangurs að hafa verið valinn í Ólympíuhóp ÍSÍ. Á þeim tíma áttu 13 íþróttamenn sæti í hópnum, en þeir áttu allir raunhæfa möguleika á að tryggja sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í ár.  Stjórn sjóðsins ákvað af þessu tilefni að veita honum 120.000 kr. afreksstyrk úr sjóðnum, en í 9. grein reglugerðar sjóðsins segir: „Stjórn sjóðsins er heimilt að veita styrki úr sjóðnum vegna framúrskarandi árangurs einstaklinga og liða, án þess að umsókn hafi borist.“

Hákon Þór kom við á skrifstofu HSK fyrir helgina til að þakka fyrir styrkinn frá HSK og færði sambandinu að gjöf áletraða mynd af keppendum Íslands á leikunum og derhúfa með merki leikana.

Vel gert Hákon og vonandi verður hann á meðal þátttakenda á næstu Ólympíuleikum sem haldnir verða í Los Angeles 2028.

Mynd: Hákon Þór Ólympíufari og Engilbert framkvæmdastjóri HSK.

 

 

Deila

Tilbaka

Viđburđir

  • 15.07.2025 Hérađsmót fatlađra í frjálsum íţróttum
  • 15.07.2025 Hérađsmót HSK í frjálsum íţróttum
  • 27.07.2025 Landsmót UMFÍ 50+
  • 31.07.2025 Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöđum
  • Fleiri viđburđir
  • HSK met
  • Sögulegur fróđleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit hérađsmóta

15.05

Sund, hérađsmót 2025

29.04

Sund, aldursflokkamót 2025

11.04

Blak, hérađsmót stúlkna 2025

11.04

Blak, hérađsmót drengja 2025

13.01

Skák, sveitakeppni HSK

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Formannafundur HSK 2025

Hérađsmótiđ í sundi 2023

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

15.07

Frjálsar, hérađsmót fatlađra

15.07

Frjálsar, hérađsmót

logo

Hérađssambandiđ Skarphéđinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is