Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráđ
  • |
  • Ađildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerđir
  • |
  • Fundargerđir
  • |
  • Verkefnasjóđur
  • |
  • Um HSK
Hérađssambandiđ Skarphéđinn

 

26. ágúst 2024

Arnar Ţór setti HSK met í maraţoni og Ingvar alltaf međ

Frábær aðsókn var í 40 ára afmælishlaup Reykjavíkurmaraþons sem haldið var sl. laugardag í björtu og fallegu veðri. Skráðir þátttakendur voru 14.646 sem eru rúmlega 3000 fleiri en á síðasta ári.

Fjölmargir sunnlendingar tóku þátt í hlaupinu. Þeirra á meðal Skeiðamaðurinn Ingvar Garðarsson sem búsettur er á Selfossi. Hann hefur tekið þátt í þessum viðburði árlega í þau 40 ár sem hlaupið hefur verið haldið. Aðeins tveir hlauparar hafa alltaf tekið þátt í hlaupinu. Hinn er Jón Guðmundsson og nú hlupu þeir saman í fyrsta skipti alla leið í 10 km hlaupinu, í tilefni þessara tímamóta.

Arnar Þór Ingólfsson úr Þór Þorlákshöfn setti á laugardag nýtt HSK met í maraþoni í karlaflokki, en hann hljóp á  2:56:52 klst í Reykjavíkurmaraþoninu. Sigursveinn Sigurðsson Selfossi átti gamla metið, en hann hljóp á 2:59:14 klst í Kaupmannahöfn í vor.

Árangur Arnars er einnig HSK met í flokki 30-34 ára, en metið í þeim flokki átti Grétar Snorrason og var 3:17:43 klst., sett árið 2013. Annað HSK met í eldri aldursflokkum var bætt á laugardaginn. Sigurður Júlíusson Selfossi bætti metið í hálfmaraþoni í flokki 40-44 ára. Hann kom í mark á 1:25:12 og bætti þar með 23 ára gamalt met Ingvars Garðarssonar um 59 sekúndur.

Mynd: Arnar Þór að loknu methlaupinu á laugardag.

Deila

Tilbaka

Viđburđir

  • 15.07.2025 Hérađsmót fatlađra í frjálsum íţróttum
  • 15.07.2025 Hérađsmót HSK í frjálsum íţróttum
  • 27.07.2025 Landsmót UMFÍ 50+
  • 31.07.2025 Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöđum
  • Fleiri viđburđir
  • HSK met
  • Sögulegur fróđleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit hérađsmóta

15.05

Sund, hérađsmót 2025

29.04

Sund, aldursflokkamót 2025

11.04

Blak, hérađsmót stúlkna 2025

11.04

Blak, hérađsmót drengja 2025

13.01

Skák, sveitakeppni HSK

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Formannafundur HSK 2025

Hérađsmótiđ í sundi 2023

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

15.07

Frjálsar, hérađsmót fatlađra

15.07

Frjálsar, hérađsmót

logo

Hérađssambandiđ Skarphéđinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is