Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráđ
  • |
  • Ađildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerđir
  • |
  • Fundargerđir
  • |
  • Verkefnasjóđur
  • |
  • Um HSK
Hérađssambandiđ Skarphéđinn

 

16. ágúst 2024

70 keppendur á hérađsmótunum í frjálsum

70 keppendur tóku þátt í héraðsmóti HSK og héraðsmóti fatlaðra sem haldin voru á Selfossi á tveimur kvöldum fyrr í þessari viku. Keppendur komu frá sex aðildarfélögum sambandsins. Gestaþátttaka var heimil og tóku nokkrir þátttakendur frá fimm félögum utan héraðs þátt í mótunum.

Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá Sigurjón Ægi Ólafsson úr Suðra meðal þátttakenda. Sigurjón er þekktari sem kraftlyftingamaður og var í fyrra valinn íþróttamaður HSK vegna árangurs í þeirri grein. Hann mætti nú á sitt fyrsta héraðsmót í frjálsum og kastaði þar kúlu og kringlu og stóð sig vel.

Á héraðsmótinu voru veitt verðlaun fyrir stigahæsta karl og konu á mótinu. Anna Metta Óskardóttir frá Selfossi var stigahæst kvenna með 33 stig og Hjálmar Vilhelm Rúnarsson Selfossi vann stigabikarinn í karlaflokki með 24 stig. Lið Umf. Selfoss hafði mikla yfirburði í stigakeppni þátttökuliða og hlaut 397 stig, Hekla varð í öðru sæti með 32 stig og Garpur í þriðja með 22 stig.

Eitt HSK met var sett á héraðsmótinu í yngri aldursflokkum, en Ívar Ylur Birkisson úr Dímon hljóp á 15,98 sek í 110 metra grindahlaupi á 106,7 cm grindur í flokki 16-17 ára. Gamla metið átti Tungnamaðurinn Róbert Einar Jensson, sem var 16,2 sek, sett 1992.

Ólafur Guðmundsson Selfossi var á meðal þátttakenda og hann setti samtals 12 HSK met í flokki 55-59 ára í kúlu, kringlu, spjóti og sleggju. Hann bætti kúluvarpsmet Einars H. Haraldssonar, kringlukastmet Sveins J. Sveinssonar, sleggjukastmet Kjartans Lárussonar og spjótkastmet Tómasar Jónssonar. Þá setti Árný Heiðarsdóttir Selfossi þrjú HSK  met í flokki 65-69 ára í kúlu og kringlu. Metið í kúlunni átti Helga Ívarsdóttir.

Heildarúrslit mótsins eru á www.fri.is.

Mynd: Sigurjón Ægir Ólafsson Íþróttamaður HSK 2024 var á meðal þátttakenda. 

Deila

Tilbaka

Viđburđir

  • 15.07.2025 Hérađsmót fatlađra í frjálsum íţróttum
  • 15.07.2025 Hérađsmót HSK í frjálsum íţróttum
  • 27.07.2025 Landsmót UMFÍ 50+
  • 31.07.2025 Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöđum
  • Fleiri viđburđir
  • HSK met
  • Sögulegur fróđleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit hérađsmóta

15.05

Sund, hérađsmót 2025

29.04

Sund, aldursflokkamót 2025

11.04

Blak, hérađsmót stúlkna 2025

11.04

Blak, hérađsmót drengja 2025

13.01

Skák, sveitakeppni HSK

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Formannafundur HSK 2025

Hérađsmótiđ í sundi 2023

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

15.07

Frjálsar, hérađsmót fatlađra

15.07

Frjálsar, hérađsmót

logo

Hérađssambandiđ Skarphéđinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is