Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráð
  • |
  • Aðildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerðir
  • |
  • Fundargerðir
  • |
  • Verkefnasjóður
  • |
  • Um HSK
Héraðssambandið Skarphéðinn

 

22. júlí 2024

Óli bætti 29 ára gamalt met nafna síns um helgina

Frjálsíþróttamaðurinn Ólafur Guðmundsson úr Umf. Selfoss varð 55 ára í vor og keppir því næstu fimm árin í flokki 55- 59 ára. Óli hefur á liðnum árum sett tugi HSK meta og hann er þegar farinn að safna HSK metum í sínum nýja aldursflokki.

Hann mætti á Landsmót 50+ í Vogum fyrr í sumar og kastaði kringlunni 36,99 metra og bætti þar með 28 ára gamalt HSK met Ólafs Unnsteinssonar um 29 sentimetra. Auk þess bætti hann þrjú héraðsmet Yngva Karls Jónssonar í hástökkki, spjókasti og lóðkasti.

Óli keppti svo aftur á Kastmóti Breiðabliks á Kópavogsvelli sl. laugardag.  Þar stórbætti hann 29 ára gamlt HSK met Ólafs Unnsteinssonar í sleggjukasti með 6 kg sleggju, kastaði 36,46 metra, en gamla met nafna hans var 28,22 m. Hann tvíbætti  einnig eigið HSK met í kringlukasti með 1,5 kg kringlu í sínum flokki, kastaði lengst 40,18 metra, en gamla metið hans frá því á Landsmóti 50+ fyrr í sumar var 36,99, sem áður sagði.

Meistaramót eldri aldursflokka fer fram í Hafnarfirði um helgina og þar verður Óli meðal þátttakenda og vonast er til að keppendur af sambandssvæðinu fjölmenni.

 

Deila

Tilbaka

Viðburðir

  • 10.11.2025 Haustfundur frjálsíþróttaráðs HSK
  • 14.11.2025 Samráðsfundur aðildarfélaga innan HSK, ÍBV og..
  • 16.11.2025 Unglingamót HSK í sundi
  • 21.11.2025 Formannafundur ÍSÍ 2025
  • 29.11.2025 Sveitakkepni HSK í bridds
  • 05.12.2025 Íþróttaeldhugi ársins, tilnefningar
  • Fleiri viðburðir
  • HSK met
  • Sögulegur fróðleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit héraðsmóta

19.10

Borðtennis, héraðsmót 2025

15.10

Blak, hraðmót karla 2025

13.10

Blak, hraðmót kvenna 2025

15.05

Sund, héraðsmót 2025

29.04

Sund, aldursflokkamót 2025

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Formannafundur HSK 2025

Héraðsmótið í sundi 2023

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

16.11

Sund, unglingamót

29.11

Bridds, sveitakeppni

22.04

Sund, aldursflokkamót

logo

Héraðssambandið Skarphéðinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is