Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráđ
  • |
  • Ađildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerđir
  • |
  • Fundargerđir
  • |
  • Verkefnasjóđur
  • |
  • Um HSK
Hérađssambandiđ Skarphéđinn

 

18. júní 2024

44 keppendur frá HSK á Landsmót UMFÍ 50+ í Vogum

44 keppendur af sambandssvæði HSK tóku þátt í Landsmóti 50+ sem haldið var í Vogum á Vatnsleysuströnd dagana 6. – 9. júní í samstarfi við Þrótt í Vogum og Sveitarfélagið Voga. Þátttakan af sambandssvæðinu hefur ekki verið meiri frá upphafi mótanna, utan mótsins 2017 sem haldið var í Hveragerði, en þá tóku 108 keppendur af svæðinu þátt. Samkvæmt upplýsingum frá UMFÍ tóku um 400 manns þátt í mótinu í ár.

Keppendur af HSK svæðinu tóku þátt í fjölmörgum greinum, flestir voru í bridds, boccia, ringói og frjálsíþróttum. Einnig tóku þeir þátt í golfi og stígvélakasti.
Keppendur af Suðurlandi unnu Landsmótsmeistaratitla í þremur greinum, þ.e. í frjálsum, golfi og stígvélakasti.
Frjálsíþróttir:

Ólafur Guðmundsson keppti í 55-59 ára flokki og vann allar sex greinarnar sem hann tók þátt í sem voru 100m, hástökk, kringla, kúla, spjót og lóðkast. Yngvi Karl Jónsson keppti í 60-64 ára flokki og vann hástökk, kringlukast, kúluvarp og spjótkast. Árný Heiðarsdóttir sem flutt er á Selfoss og keppir í flokki 65-69 ára vann kringlukast, kúluvarp, lóðkast og spjót. Páll Jökull Pétursson keppti í 65-69 ára flokki og vann kringlukast, kúluvarp og spjótkast. Sigurlín Jóna Baldursdóttir vann kringlukast og lóðkast í flokki 60-64 ára kvenna. Þá vann Anný Ingimarsdóttir kúluvarp í flokki 55-59 ára kvenna.

Golf

Jón Lúðvíksson varð Landsmótsmeistari í golfi í flokki karla 65 ára og eldri.

Stígvélakast

Síðasta grein landsmóta 50+ er jafnan stígvélakast og þar varð Árný Heiðarsdóttir meistari í flokki kvenna 50 - 69 ára.

 

Næsta Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Fjallabyggð á næsta ári, þ.e. á Siglufirði og Ólafsfirði dagana 27. – 29. Júní 2025 í samstarfi við Ungmenna- og Íþróttasamband Fjallabyggðar (UÍF) og Sveitarfélagið Fjallabyggð.

Mynd: Keppendur HSK í frjálsum á Landsmóti 50+ 2024.

Deila

Tilbaka

Viđburđir

  • 15.07.2025 Hérađsmót fatlađra í frjálsum íţróttum
  • 15.07.2025 Hérađsmót HSK í frjálsum íţróttum
  • 27.07.2025 Landsmót UMFÍ 50+
  • 31.07.2025 Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöđum
  • Fleiri viđburđir
  • HSK met
  • Sögulegur fróđleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit hérađsmóta

15.05

Sund, hérađsmót 2025

29.04

Sund, aldursflokkamót 2025

11.04

Blak, hérađsmót stúlkna 2025

11.04

Blak, hérađsmót drengja 2025

13.01

Skák, sveitakeppni HSK

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Formannafundur HSK 2025

Hérađsmótiđ í sundi 2023

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

15.07

Frjálsar, hérađsmót fatlađra

15.07

Frjálsar, hérađsmót

logo

Hérađssambandiđ Skarphéđinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is