Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráđ
  • |
  • Ađildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerđir
  • |
  • Fundargerđir
  • |
  • Verkefnasjóđur
  • |
  • Um HSK
Hérađssambandiđ Skarphéđinn

 

6. júní 2024

Landsmót UMFÍ 50+ hefst í dag

Landsmót UMFÍ 50+ fer fram í fyrsta sinn í Vogum á Vatnsleysuströnd og hefst keppni í dag, fimmtudag. Lokað var fyrir skráningu í greinar fyrr í vikunni, en fólk getur tekið þátt í fjölmörgum opnum greinum mótsins.

Lokað var fyrir skráningu í boccia fyrir helgi og er búið að raða upp liðum í riðla. Hvorki fleiri né færri en 29 lið frá öllum landshornum hafa skráð sig til leiks og spila á tveimur dögum. Í boccía verður keppt í tveimur riðlum. Annar riðillinn er leikinn seinni partinn í dag og hinn í fyrramálið. Úrslit eru síðan um miðjan dag á föstudag.

Petra Ruth Rúnarsdóttir, formaður Þróttar Vogum, segir mikla stemningu fyrir Landsmóti UMFÍ 50+.  Opið verði í fjölda greina og meira að segja verði greinar í boði sem börn geta spreytt sig á. Fólk geti komið og prófað greinar sem það hafi dreymt um í gegnum árin. Matarvagnar verða líka á svæðinu og skellt verður í heimatónleika víða um bæinn. Matar- og skemmtikvöldið verður á sínum stað og gulltryggt að gaman verði á mótinu. 

Til að koma öllum í mótsgírinn í Vogum var haldinn íbúafundur í bænum í byrjun sumars. Þar sat Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ, fyrir svörum og skýrði jafnframt eitt og annað varðandi mótahaldið. Það leiddi til þess að fólk bauð sig fram sem sjálfboðaliðar á mótinu. 

Petra segir Þróttara og UMFÍ hafa kappkostað að mótsgestir njóti helgarinnar. Auk matarvagna og götuveislustemningar geti gestir skoðað ýmislegt í bænum, svo sem gamla safnaðarheimilið Kirkjuhvol, sem Ungmennafélagið byggði ásamt Kvenfélaginu í Vogum. Þar voru haldin dansiböll í gamla daga og komu þangað gestir fótgangandi frá Grindavík. Verið er að endurbyggja húsið og verður hægt að fylgjast með framkvæmdum. Sömuleiðis verður hægt að skoða fleira gamalt og gott sem búið er að gera upp, þar á meðal gamla hlöðu og skólahús. Þeir gestir sem vilja bregða undir sig betri fætinum geta skellt sér í góðan göngutúr frá Vogum að útivistarsvæðinu Háabjalla. 

Rúmlega 30 keppendur af sambandssvæði HSK tóku þátt í Landsmóti 50+ í fyrra og vonast er til að þátttaka af svæðinu verði góð í ár.

Nánari upplýsingar um mótið má sjá á heimasíðu UMFÍ, www.umfi.is.

Þess má geta að Vorfundur UMFÍ fer fram samhliða Landsmóti UMFÍ 50+ í Vogum á laugardag og HSK mun að sjálfsögðu senda fulltrúa á fundinn.

Mynd: Frá keppni í ringó á Landsmóti 50+ í fyrra.

 

Deila

Tilbaka

Viđburđir

  • 15.07.2025 Hérađsmót fatlađra í frjálsum íţróttum
  • 15.07.2025 Hérađsmót HSK í frjálsum íţróttum
  • 27.07.2025 Landsmót UMFÍ 50+
  • 31.07.2025 Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöđum
  • Fleiri viđburđir
  • HSK met
  • Sögulegur fróđleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit hérađsmóta

15.05

Sund, hérađsmót 2025

29.04

Sund, aldursflokkamót 2025

11.04

Blak, hérađsmót stúlkna 2025

11.04

Blak, hérađsmót drengja 2025

13.01

Skák, sveitakeppni HSK

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Formannafundur HSK 2025

Hérađsmótiđ í sundi 2023

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

15.07

Frjálsar, hérađsmót fatlađra

15.07

Frjálsar, hérađsmót

logo

Hérađssambandiđ Skarphéđinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is