Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráđ
  • |
  • Ađildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerđir
  • |
  • Fundargerđir
  • |
  • Verkefnasjóđur
  • |
  • Um HSK
Hérađssambandiđ Skarphéđinn

 

17. september 2015

Frábćr ferđ á leiđtogaskóla NSU í Noregi

Dagana 10.-15. ágúst síðastliðin var Leiðtogaskóli NSU haldinn í Noregi. UMFÍ átti nokkur pláss á námskeiðinu og undirrituð fór á námskeiðið fyrir hönd UMFÍ ásamt tveimur öðrum Íslendingum. Með okkur á námskeiðinu voru 23 ungmenni á aldrinum 16-26 ára frá Danmörku, Eistlandi, Þýskalandi, Noregi og Rússlandi. Námskeiðið var skipulagt af 4H í Sogn og Fjordana  og fór fram í heimahéraði félagsins sem er staðsett norðan við Björgvin. 4H eru samtök sem eru sambærileg íslenskum ungmennafélögum að mörgu leiti og það var gaman að kynnast þeirra störfum sem og störfum félaganna sem hinir þátttakendurnir komu frá.

Íslenski hópurinn flaug út á sunnudagsmorgni og fékk sólarhring til að skoða sig um í Björgvin. Mánudagurinn fór að mestu  í ferðalög þar sem það tók sex tíma rútukeyrslu að komast á áfangastað í Sogn og Fjordana. Á þriðjudeginum hófst hið eiginlega námskeið en skipulagið var þannig að fyrir hádegi voru haldnir fyrirlestrar en eftir hádegi var stunduð útivist. Í námskeiðishlutanum var fjallað um ýmislegt eins og t.d. hvernig á að vera góður leiðtogi, hvernig á að markaðssetja félagið sitt og hvernig á að halda góðar kynningar. Í útivistarhlutanum fórum við í gönguferðir um svæðið með leiðsögn, prófuðum klettaklifur, gengum upp að Jostedalsbreen sem er stærsti jökull meginlandsins og fleira. Þessa daga hittum við einnig félaga úr 4H klúbbnum á svæðinu og skoðuðum aðeins starfið hjá þeim. Á kvöldin var reynt að hrista hópinn saman auk þess sem hvert land átti að elda mat frá sínu landi yfir opnum eldi. Að sjálfsögðu valdi íslenski hópurinn að elda kjötsúpu en það var mjög óvenjulegt að sjá hana malla yfir opnum eldi í norsku skóglendi. Síðasta dag námskeiðsins var farið á dvalarstaðinn Norsk Kystleir sem er staðsettur á eyjunni Kroakpollen. Þar var ýmislegt gert sem tengist sjónum s.s. veitt, róið á kanó og siglt á seglskútu. Dvölin á eyjunni var frábær endir á góðri viku en á laugardeginum var vaknað kl 4:00 um nóttina til þess að ferðast aftur til Björgvinar og ná flugi heim til Íslands.

Námskeiðið og vikan öll var mjög vel heppnuð þó svo að þátttakendur hafi flestir verið sammála um það að námskeiðishlutinn hefði mátt fara aðeins dýpra í efnið, enda flestir þátttakendur nú þegar með mikla stjórnunarreynslu í sínum félögum. Útivistarhlutinn var ógleymanlegur og Noregur sýndi okkur sínar fegurstu hliðar. Það sem stendur þó uppúr er að kynnast ungu fólki frá mismunandi löndum sem öll hafa þann drifkraft sem þarf til þess að leiða sjálfboðastarf og mikinn metnað fyrir sínu starfi. Að heyra frá þeirra starfi gaf mér margar góðar hugmyndir fyrir okkar starf hér heima. Stór bónus var einnig að fá að æfa sig í að tala ensku og önnur erlend tungumál allan tímann en undirrituð þótti til dæmis hafa óvenju góðan rússneskan framburð. Þessi ferð var mér bæði til gagns og gamans og ég vil hvetja alla sem hafa tækifæri til að sækja námskeið sem þessi og kynnast starfsemi annarra félaga í öðrum löndum. UMFÍ bíður uppá mörg tækifæri á ári hverju til þess að fara á námskeið, sem og hinar sí vinsælu ungmennavikur og því er um að gera að grípa tækifærið og víkka sjóndeildarhringinn með ferð sem þessari.

Viđburđir

  • 15.07.2025 Hérađsmót fatlađra í frjálsum íţróttum
  • 15.07.2025 Hérađsmót HSK í frjálsum íţróttum
  • 27.07.2025 Landsmót UMFÍ 50+
  • 31.07.2025 Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöđum
  • Fleiri viđburđir
  • HSK met
  • Sögulegur fróđleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit hérađsmóta

15.05

Sund, hérađsmót 2025

29.04

Sund, aldursflokkamót 2025

11.04

Blak, hérađsmót stúlkna 2025

11.04

Blak, hérađsmót drengja 2025

13.01

Skák, sveitakeppni HSK

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Formannafundur HSK 2025

Hérađsmótiđ í sundi 2023

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

15.07

Frjálsar, hérađsmót fatlađra

15.07

Frjálsar, hérađsmót

logo

Hérađssambandiđ Skarphéđinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is