Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráð
  • |
  • Aðildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerðir
  • |
  • Fundargerðir
  • |
  • Verkefnasjóður
  • |
  • Um HSK
Héraðssambandið Skarphéðinn

 

12. apríl 2010

HSK hálfu ári eldra en talið hefur verið

Þann 14. maí árið 1910 er talið að HSK hafi verið stofnað af þremur stjórnarmönnum í Hjálmholti í Hraungerðishreppi. Þetta voru þeir Guðlaugur Þórðarson frá Króktúni sem varð formaður, Kristinn Ögmundsson í Hjálmholti ritari og Þorsteinn Þórarinsson á Drumboddsstöðum gjaldkeri. Viðstaddur var yngri bróðir Kristins, Ólafur Ögmundsson síðar bóndi í Hjálmholti sem sagði síðar frá þessum atburði. Ólafur var þá 11 ára og honum var minnisstætt þegar velja skyldi sambandinu nafn. Nöfn fornkappanna Gunnars, Kára og Skarphéðins voru skrifuð á bréfmiða og Kristinn skyldi draga. Hann fylgdi Kára að málum en dró nafn Skarphéðins.

Þegar þetta gerðist var búið að ákveða að halda íþróttamót í Þjórsártúni 9. júlí 1910 og þessir þrír menn í undirbúningsnefndinni vildu hafa formleg samtök á bak við framkvæmdina. Guðlaugur var á ferð austan úr Holtum til Reykjavíkur og kom við í Hjálmholti þennan dag til að stofna sambandið. 14. maí er hin forna krossmessa eða vinnuhjúaskildagi svo það var vel við hæfi að Skarphéðinn réði sig í vist hjá sunnlenskum ungmennum á þessum degi.


Sökum þess að engin fundargerð hefur varðveist frá stofnfundinum töldu menn 40 árum síðar að fyrsti aðalfundurinn, 9. október um haustið, hefði verið stofnfundur. Þá voru þessir þrír menn látnir og ekki til frásagnar. En verðlaunaskjöl frá íþróttamótinu í júlí 1910 með nafni Skarphéðins og frétt í héraðsblaðinu Suðurlandi segja sína sögu. Frásögn af ferð Guðlaugs til Reykjavíkur hefur varðveist í sendibréfi til unnustu hans og allt vitnar þetta um stofnfund Skarphéðins í Hjálmholti um vorið.

Eftir beiðni stjórnar HSK samdi ég greinargerð um þetta mál. Þar lagði ég til að stjórnin breytti til um afmælisdag sambandsins. Eftir að hafa kannað greinargerðina og heimildir hennar gaumgæfilega samþykkti stjórnin einróma að 14. maí 1910 skyldi hér eftir teljast stofndagur Skarphéðins. Svo nú er ekki annað eftir en telja niður fram í maí. Þá verður Skarphéðinn 100 ára. 

                                               Jón M. Ívarsson söguritari

Mynd: Jón M. Ívarsson sagnfræðingur er að skrifa 100 ára sögu HSK.

Viðburðir

  • 24.06.2025 Héraðsleikar og Aldursflokkamót HSK í frjálsu..
  • 26.06.2025 Íslandsmót í hestaíþróttum á Selfossi
  • 27.06.2025 Sumarbúðir ÍF
  • 15.07.2025 Héraðsmót fatlaðra í frjálsum íþróttum
  • 15.07.2025 Héraðsmót HSK í frjálsum íþróttum
  • 27.07.2025 Landsmót UMFÍ 50+
  • Fleiri viðburðir
  • HSK met
  • Sögulegur fróðleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit héraðsmóta

15.05

Sund, héraðsmót 2025

29.04

Sund, aldursflokkamót 2025

11.04

Blak, héraðsmót stúlkna 2025

11.04

Blak, héraðsmót drengja 2025

13.01

Skák, sveitakeppni HSK

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Formannafundur HSK 2025

Héraðsmótið í sundi 2023

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

24.06

Frjálsar, héraðsleikar og aldu..

15.07

Frjálsar, héraðsmót fatlaðra

15.07

Frjálsar, héraðsmót

logo

Héraðssambandið Skarphéðinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is