Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráð
  • |
  • Aðildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerðir
  • |
  • Fundargerðir
  • |
  • Verkefnasjóður
  • |
  • Um HSK
Héraðssambandið Skarphéðinn

Hvaða þarf að uppfylla til að geta sett HSK met?

HSK met í frjálsíþróttum
Hvaða þarf að uppfylla til að geta sett HSK met?

Saga héraðsmeta

  1. Fyrsta meta- og afrekaskrá HSK var gefin út á prenti árið 1965 og var tekin saman af Ólafi Unnsteinssyni. Afrekaskrá HSK kom út öðru sinni árið 1976 og hafði Þráinn Hafsteinsson umsjón með því verkefni. Þriðja prentaða afrekaskrá HSK kom svo út árið 1984, svokölluð Jónsbók, sem tekin var saman af Jóni M. Ívarssyni.
  2. Þessar afrekaskrár eru grunnurinn að metaskrá HSK í dag, auk tiltækra úrslita á prenti og síðar úrslita á tölvutæku formi.

 

Met sett á frjálsíþróttamótum innan- og utanhúss

  1. Einstaklingar þurfa að setja metin á viðurkenndum mótun sem hafa verið tilkynnt til FRÍ. Til að met fáist staðfest þarf að skrá úrslit inn í mótaforrit FRÍ.
  2. Árangrar á mótum fyrir tíma mótaforrits FRÍ gilda. Hér er t.d. átt við gömul met sem fram koma í eldri meta- og afrekaskrám HSK.
  3. Í spretthlaupum og stökkum utanhúss þarf að vera vindmælir. Vindur má ekki  vera meiri en 2 m/sek.
  4. Rafmagnstímataka þarf að vera í hlaupum bæði innan- og utanhúss í dag. Gömul met sem sett voru með handtímatöku gilda.
  5. HSK met eru skráð í þeim greinum sem keppt hefur verið í  og birtast á topplistum á https://sif.fri.is/top. Gömul met í greinum sem ekki er keppt í lengur eru látin standa í metaskránni. (t.d. 80 metra hlaup sem hætt er að keppa í)
  6. Metaskrár í flokkum 22 ára og yngri miðast við almanaksárið, þ.e. sá sem verður t.d. 20 ára á árinu getur bara sett met í 20-22 ára flokki, þó svo hann sé enn 19 ára þegar metið er sett. (á afmæli seinna á árinu)  Yngri keppendur geta sett met í fleiri en einum aldursflokki, þ.e. sínum flokki og svo upp fyrir sig í aldri.
  7. Árangur í greinum þar sem keppni fer fram innanhúss skal skráður þannig, þó að mótið að öðru leyti sé utanhúss. Þetta á t.a.m. við metaskráningu í stangarstökki, en oft fer keppni á sumarmótunum fram innanhúss í þeirri grein.
  8. Í flokkum 30 ára og eldri gildir aftur á móti afmælisdagur viðkomandi. Keppandi færist því upp um flokk á afmælisdaginn, ekki 1. janúar líkt og hjá þeim yngri. Aðeins er hægt að setja met í aldursflokki viðkomandi.

 

Met í götuhlaupum

  1. Úrslit götuhlaupa eftir 24. mars 2018 eru ekki viðurkennd til afreka og þar með skráningu á afrekaskrá  og metaskrá HSK nema að uppfylltum skilyrðum reglugerðar Frjálsíþróttasambands Íslands um framkvæmd götuhlaupa.
  2. Árangrar þurfa því að nást í götuhlaupum sem eru viðurkennd, mæld og vottuð af FRÍ.
  3. Listi yfir viðurkennd götuhlaup frá 2018 má sjá á https://fri.is/hlaupamal/gotuhlaup-vidurkennd-framkvaemd/
  4. Árangrar í götuhlaupum fyrir 24. mars 2018 eru tekin gild, enda séu til skráð úrslit frá viðkomandi móti.
  5. HSK met eru skráð í þeim vegalengdum sem birtast á topplistum á https://sif.fri.is/top. Hér er átt við 5 km götuhlaup, 10 km götuhlaup, hálfmaraþon og maraþon.
  1. Miðað  er við svokallaðan „flögutíma“ í götuhlaupum.

 

Önnur hlaup

  1. Met í Blákskógaskokkinu (5 og 10 mílur) og Laugavegshlaupinu (55 km) eru skráð, enda eru það sérhlaup, sem ekki eru hlaupin annars staðar, líkt og 5, 10, 21 og 42 km götuhlaupin.

 

Um hlutgengi þeirra sem ná metum

  1. Þeir einstaklingar sem eru með keppnisréttinn hjá félögum utan HSK svæðisins koma ekki til greina sem nýir HSK methafar. (þó þeir séu etv. hættir að keppa og búi jafnvel á svæðinu.  Viðkomandi þarf þá að skipta um félag.)  
  2. Þeir einstaklingar sem hafa ekki verið að keppa á opinberum mótum með félögum innan hreyfingarinnar, en eru búsettir á svæðinu koma til greina. Þetta á t.d. við þá sem taka þátt í götuhlaupum, s.s. Frískir Flóamenn.
  3. Þeir sem eru með keppnsiréttinn í einhverju aðildarfélaga HSK, en keppa fyrir skokkhópa sem eru ekki í hreyfingunni koma til greina. Dæmi um þetta er Borghildur Valgeirsdóttir sem hefur alla tíð keppt fyrir Umf. Selfoss (og hefur ekki skipt um félag),

 

Uppfærð HSK metaskrá

  1. Metaskrá í öllum aldursflokkum innan- og utanhúss frá 11 – 90 ára er á www.hsk.is.
  2. Mikilvægt er að uppfæra metaskrána reglulega, helst eftir hvert mót.
  3. Ábendingar um met sem sett hafa verið berist með tölvupósti á hsk@hsk.is.

 

 

Viðburðir

  • 24.06.2025 Héraðsleikar og Aldursflokkamót HSK í frjálsu..
  • 26.06.2025 Íslandsmót í hestaíþróttum á Selfossi
  • 27.06.2025 Sumarbúðir ÍF
  • 15.07.2025 Héraðsmót fatlaðra í frjálsum íþróttum
  • 15.07.2025 Héraðsmót HSK í frjálsum íþróttum
  • 27.07.2025 Landsmót UMFÍ 50+
  • Fleiri viðburðir
  • HSK met
  • Sögulegur fróðleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit héraðsmóta

15.05

Sund, héraðsmót 2025

29.04

Sund, aldursflokkamót 2025

11.04

Blak, héraðsmót stúlkna 2025

11.04

Blak, héraðsmót drengja 2025

13.01

Skák, sveitakeppni HSK

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Formannafundur HSK 2025

Héraðsmótið í sundi 2023

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

24.06

Frjálsar, héraðsleikar og aldu..

15.07

Frjálsar, héraðsmót fatlaðra

15.07

Frjálsar, héraðsmót

logo

Héraðssambandið Skarphéðinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is