Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráð
  • |
  • Aðildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerðir
  • |
  • Fundargerðir
  • |
  • Verkefnasjóður
  • |
  • Um HSK
Héraðssambandið Skarphéðinn

 

10. ágúst 2017

Eva María setti Íslandsmet á Unglingalandsmótinu

Keppendur frá Héraðssambandinu Skarphéðni höfðu mikla yfirburði í frjálsíþróttakeppni Unglingalandsmóts UMFÍ á Egilsstöðum um síðustu helgi.

HSK fékk langflest verðlaun í frjálsíþróttakeppninni, samtals 133, en sunnlensku krakkarnir unnu 46 gullverðlaun, 46 silfurverðlaun og 41 bronsverðlaun. Auk þess voru 11 HSK met sett á mótinu, auk íslandsmets og mótsmeta.

Eva María Baldursdóttir setti Íslandsmet í þrístökki 14 ára stúlkna þegar hún stökk 11,42 m. og bætti Íslandsmetið um níu sentimetra.  Stökksería hennar var glæsileg, en hún þríbætti HSK metin í 14 og 15 ára flokki, fyrst stökk hún 10,85, síðan 11,24 og loks 11,42.  Eldra HSK met hennar í þessum flokkum, frá því fyrr í sumar, var 10,59 metrar.  Eva María hefur þar með sett Íslandsmet á tveimur Unglingalandsmótum í röð, en hún setti met í 13 ára flokki í hástökki í Borgarnesi í fyrra.

Halldór Halldórsson setti HSK met í 200 metra hlaupi 11 ára, en hann hljóp á 32,77 sek.  Í 13 ára flokki voru sett HSK met í 200 metra hlaupi, bæði hjá strákum og stelpum.  Sebastian Þór Bjarnason hljóp á 26,56 sek og Hrefna Sif Jónasdóttir kom í mark á 28,41 sek. Dagur Fannar Einarsson bætti 34 ára gamalt HSK met Gunnlaugs Karlssonar í 800 metra hlaupi 15 ára, hljóp á 2;11,71 sek.

Sebastian Þór Bjarnason setti mótsmet í langstökki 13 ára pilta, stökk 5,45 m og Sindri Freyr Seim Sigurðsson setti mótsmet í 200 m hlaupi 14 ára pilta, hljóp á 25,10 sek.

Þá setti Dagur Fannar Einarsson mótsmet í 200 m hlaupi 15 ára pilta, hljóp á 24,65 sek og hann var einnig í boðhlaupssveitinni Suicide Squad sem setti mótsmet í 4x100 metra boðhlaupi 15 ára á 47,50 sek. Með honum í sveitinni voru Hákon Birkir Grétarsson, Kolbeinn Loftsson og Jónas Grétarsson. Þessir kappar, sem allir eru keppendur af sambandssvæði HSK, bættu einnig HSK metið í hlaupinu í sínum aldursflokki.

Mynd: Eva María setti Íslandsmet í þrístökki í 14 ára flokki og þríbætti HSK metin bæði í 14 og 15 ára flokki.

Deila

Tilbaka

Viðburðir

  • 15.07.2025 Héraðsmót fatlaðra í frjálsum íþróttum
  • 15.07.2025 Héraðsmót HSK í frjálsum íþróttum
  • 27.07.2025 Landsmót UMFÍ 50+
  • 31.07.2025 Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum
  • Fleiri viðburðir
  • HSK met
  • Sögulegur fróðleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit héraðsmóta

15.05

Sund, héraðsmót 2025

29.04

Sund, aldursflokkamót 2025

11.04

Blak, héraðsmót stúlkna 2025

11.04

Blak, héraðsmót drengja 2025

13.01

Skák, sveitakeppni HSK

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Formannafundur HSK 2025

Héraðsmótið í sundi 2023

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

15.07

Frjálsar, héraðsmót fatlaðra

15.07

Frjálsar, héraðsmót

logo

Héraðssambandið Skarphéðinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is