Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráđ
  • |
  • Ađildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerđir
  • |
  • Fundargerđir
  • |
  • Verkefnasjóđur
  • |
  • Um HSK
Hérađssambandiđ Skarphéđinn

 

13. mars 2017

Gott hérađsţing haldiđ í Hveragerđi

Breytingar urðu á stjórn sambandsins á héraðsþingi HSK sl. laugardag.  Rut Stefánsdóttir gaf ekki kost á sér áfram og  var Baldur Gauti Tryggvason kosinn meðstjórnandi, en hann átti sæti í varastjórn.  Gísli Örn Brynjarsson Umf. Biskupstungna var kosinn nýr í varastjórn.

Stjórn sambandsins sem var kosin á þinginu skipa þau, Guðríður Aadnegard formaður, Guðmundur Jónasson gjaldkeri, Helgi S Haraldsson varaformaður, Anný Ingimarsdóttir ritari og Baldur Gauti Tryggvason meðstjórnandi. Í varastjórn eru Gestur Einarsson, Olga Bjarnadóttir og Gísli Örn Brynjarsson.

Jón Jónsson fyrrvarandi formaður HSK var sæmdur gullmerki HSK fyrir sín störf fyrir sambandið í áratugi. Guðríður Aadnegard formaður HSK var sæmd gullmerki ÍSÍ og silfurmerki ÍSÍ hlutu Baldur Gauti Tryggvason Umf. Þjótanda og Rut Stefánsdóttir Hestamannafélaginu Sleipni. Starfsmerki UMFÍ hlutu þau María Rósa Einarsdóttir, Dímon, Olga Bjarnadóttir Selfossi og Valdimar Hafsteinsson Hamri.

Reikningar sambandsins voru lagðir fram og samþykktir samhljóða. 681.046 kr. hagnaður  varð af rekstri sambandsins á síðasta ári.  Hagnaður er meiri en áætlun gerði ráð fyrir, skýrast það af stærstum hluta af meiri lottótekjum en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sambandið skuldar ekkert og er eigið fé 18,3 milljónir.

Góðar umræður voru í nefndum þingsins og um 20 tillögur voru samþykktar.  

Íþróttafólk í 21 íþróttagrein sem stundaðar eru innan sambandsins var heiðrað og úr þeirra hópi var  Margrét Lúðvígsdsdóttir, fimleikakona úr Umf. Selfoss, valin íþróttamaður HSK 2016.

Ýmis sérverðlaun voru veitt á þinginu. Íþróttafélagið Dímon var stigahæsta félagið, Golfklúbbur Selfoss fékk unglingabikar HSK og frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss hlaut foreldrastarfsbikar HSK.  Þá var Kjartan Lárusson valinn öðlingur ársins.

Samkvæmt venju fór sleifarkeppni HSK fram á þinginu og þar sigraði Rut Stefánsdóttir Hestamannafélaginu Sleipni og Guðmundur Pálsson Umf. Selfoss var útnefndur matmaður þingsins.

Forysta HSK vill þakka öllum þeim sem komu að undirbúningi þinghaldsins. Forystu Íþróttafélagsins Hamars og hótelhöldurum á Örk er sérstaklega þakkað fyrir frábæra umgjörð þingsins og góðar móttökur.  Hveragerðisbæ er þakkaður stuðningurinn en sveitarfélagið bauð þingfulltrúum og gestum til hádegisverðar á þinginu. TRS á Selfossi eru færðar þakkir fyrir veittan stuðning og Arionbanka við kostun verðlaunagripa á hátíðinni. Myndir frá þinginu má sjá hér á heimasíðunni.

Mynd: Jón Jónsson var sæmdur gullmerki HSK og hér er hann með Guðríði formanni HSK.

 

Deila

Tilbaka

Viđburđir

  • 15.07.2025 Hérađsmót fatlađra í frjálsum íţróttum
  • 15.07.2025 Hérađsmót HSK í frjálsum íţróttum
  • 27.07.2025 Landsmót UMFÍ 50+
  • 31.07.2025 Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöđum
  • Fleiri viđburđir
  • HSK met
  • Sögulegur fróđleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit hérađsmóta

15.05

Sund, hérađsmót 2025

29.04

Sund, aldursflokkamót 2025

11.04

Blak, hérađsmót stúlkna 2025

11.04

Blak, hérađsmót drengja 2025

13.01

Skák, sveitakeppni HSK

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Formannafundur HSK 2025

Hérađsmótiđ í sundi 2023

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

15.07

Frjálsar, hérađsmót fatlađra

15.07

Frjálsar, hérađsmót

logo

Hérađssambandiđ Skarphéđinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is