Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráđ
  • |
  • Ađildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerđir
  • |
  • Fundargerđir
  • |
  • Verkefnasjóđur
  • |
  • Um HSK
Hérađssambandiđ Skarphéđinn

 

4. ágúst 2016

Metţátttaka frá HSK á Unglingalandsmóti utan hérađs

Unglingalandsmót UMFÍ var haldið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina. Keppnislið HSK hefur aldrei verið fjölmennara á unglingalandsmóti utan héraðs, en 198 keppendur tóku þátt.  Keppnisliðið hefur aðeins einu sinni verið fjölmennara, en það var á ULM á Selfossi 2012.

Á mótsetningunni gekk HSK hópurinn í bláum jökkum merktum HSK og Arionbanka, en bankinn hefur styrkt þátttöku HSK á mótinu með myndarlegum hætti undanfarin ár.  Er bankanum þakkaður stuðningurinn.

Keppnislið okkar stóð sig frábærlega á keppnisvellinum og unnu til fjölda verðlauna.  Hér á síðunni er greint frá öllum verðlaunahöfum HSK í einstökum greinum á mótinu.  Keppendur tóku einnig þátt í golfi, hestaíþróttum, mótocrossi, knattspyrnu og sundi, en náðu ekki verðlaunasætum í þeim greinum. Enginn tók þátt í fjallahjólreiðum og íþróttum fatlaðra.

Hugsanlega hafa fleiri unnið til verðlauna, s.s. í boltagreinum með liðum sem voru ekki skráð undir HSK. Ábendingar um fleiri verðlaunahafa af sambandssvæðinu er vel þegnar á netfangið hsk@hsk.is. Heildarúrslit má sjá á www.umfi.is.

 

Frjálsíþróttir

Keppendur okkar settu eitt landsmet, fjögur HSK met og þrjú mótsmet á mótinu.

Eva María Baldursdóttir Selfossi setti landsmet í hástökki í flokki 13 ára stúlkna, en hún stökk 1,61 metra.  Þetta er að sjálfsögðu einnig mótsmet og HSK met hjá henni. Hún bætti 39 ára gamalt HSK met bæði í 13 og 14 ára flokki um einn sentimetra.

Guðmundur Tyrfingsson Selfossi setti HSK met og mótsmet í 800 metra hlaupi í 13 ára flokki pilta. Hann hljóp á 2:19,74 mín.

Ragheiður Guðjónsdóttir Umf. Hrunamanna setti HSK met í kringlukasti í flokki 15 ára, en hún kastaði 37,80 metra.

Þá setti Styrmir Dan Steinunnarson Þór mótsmet í hástökki í flokki 16 – 17 ára pilta þegar hann sveif yfir 1,96 metra.

Þess má einnig geta að Harpa Svansdóttir Selfossi stökk yfir gildandi HSK meti í langstökki í flokki 16-17 ára, en vindur var aðeins of mikill.

11 ára

Daði Kolviður Einarsson vann 60 m hlaup og 600 m. Hann varð annar í langstökki og var í sigursveitinni í 4 x 100 m boðhlaupi, ásamt Rúrik Nikolai Bragin, Sigurjóni Reynissyni  og Hreimi Karlssyni. Hreimur Karlsson vann hástökk og varð þriðji í 60 m hlaup og langstökki. Rúrik Nikolai Bragin vann langstökkið. Arnór Elí Kjartansson varð annar í  kúluvarpi og þar varð Einar Breki Haraldsson þriðji.

Auður Helga Halldórsdóttir vann hástökk, langstökk og spjótkast og varð önnur í 60 m hlaupi. Katrín Ósk Þrastardóttir vann hástökkið og varð önnur í 600 m hlaupi og spjótkasti. Auður Magnea Sigurðardóttir varð önnur í kúluvarpi. Auður Helga, Katrín Ósk, Karolína Helga Jóhannsdóttir og Hildur Björk Gunnsteinsdóttir urðu svo í 2. sæti í 4x100 m boðhlaupi.

12 ára

Sæþór Atlason vann kúluvarp og spjótkast og varð annar í 60 m grindahlaupi og hástökki. Hann varð svo þriðji í langstökki. Óskar Snorri Óskarsson varð þriðji í hástökki. Haukur Arnarsson varð annar í kúluvarpi. Haukur Arnarsson, Sæþór Atlason, Óskar Snorri Óskarsson, Brynjar Logi Sölvason voru í sigursveitinni í 4x100 m boðhlaupi.

Ingibjörg Bára Pálsdóttir vann hástökkið. Ingibjörg Bára Pálsdóttir varð önnur í kúlu og Hrefna Sif Jónasdóttir varð önnur í 600m.

13 ára

Sindri Freyr Seim Sigurðsson vann 80 m hlaup, 60  m grindahlaup og langstökk. Hann varð svo annar í hástökki. Guðmundur Tyrfingsson vann 800 m hlaup. Ólafur Magni Jónsson vann kúlu og varð annar í spjóti. Reynir Freyr Sveinsson varð annar í langstökki. Hjalti Snær Helgason varð annar í spjótkasti. Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson, Sindri Freyr, Auðunn Magni Björgvinsson og Baldur Steindórsson voru í bronssveitinni í 4x100.

Eva María Baldursdóttir vann hástökkið og varð þriðja í langstökki. Una Bóel Jónsdóttir varð önnur í kúlu. Þóra Björg Yngvadóttir varð þriðja í kúlu og Birta Sigurborg Úlfarsdóttir varð þriðja í 80m hlaupi og 60 grind. Laufey Pálsd., Birta Sigurborg, Una Bóel og Helga Ósk Gunnsteinsdóttir voru í silfursveitinni í boðhlaupi. Jóna Kolbrún Helgadóttir, Alice Alexandra Flores, Guðný Salvör Hannesdóttir og Hildur Anna Sigurbjörnsd. voru í boðhlaupsveitinni sem náði þriðja sæti.

14 ára

Hákon Birkir Grétarsson vann 80 m grind, varð annar í 60m og kúlu og þriðji í hástökki.

Tryggvi Þórisson vann hástökkið. Dagur Fannar Einarsson varð annar í 800 m. Kolbeinn Loftsson varð annar í langstökki. Jónas Grétarsson varð þriðji í 60m. Máni Snær Benediktsson varð þriðji í langstökki. Vilhelm Freyr Steindórsson  varð þriðji í kúlu. Viktor Karl Halldórsson varð þriðji í spjóti. Hákon Birkir, Dagur Fannar, Jónas og Kolbeinn voru í sigursveitinni í 4x100 og þar urðu í öðru sæti þeir Máni Snær, Viktor Karl, Tryggvi Þóris og Gabríel Bjarni Jónsson.

Hildur Helga Einarsdóttir vann kúlu og spjótkast og varð önnur í kringlu. Bríet Bragadóttir vann 60m hlaup og varð þriðja í 80m grind og langstökki. Solveig Þóra Þorsteinsdóttir vann langstökk og varð önnur í hástökki. Valgerður Einarsdóttir varð þriðja í hástökki. Lára Björk Pétursdóttir varð þriðja í 800m. Þóra Erlingsdóttir varð þriðja í kúlu. Bríet, Solveig Þóra, Valgerður og Lára Björk voru í silfursveitinni í boðhlaupi.

15 ára

Jakob Unnar Sigurðarson varð annar í kúlu.

Ragnheiður Guðjónsdóttir vann kúlu og kringlu. Helga Margrét Óskarsdóttir vann spjótkast og varð önnur í kúlu og þriðja í kringlu. Katharína Sybilla Jóhannsdóttir varð önnur í hástökki og spjóti og þriðja í langstökki.

16 – 17 ára

Styrmir Dan Hansen Steinunnarson vann 110 m grind, hástökk, langstökk og kringlu. Róbert Khorchai Angeluson varð annar í kringlukasti. Stefán Narfi Bjarnason varð þriðji í kringlu. Anthony Karl Flores, Stefán Narfi, Guðjón Baldur Ómarsson og Styrmir Dan  voru í sigursveitinni í boðhlaupi.

Harpa Svansdóttir vann langstökk og varð  varð þriðja í 100 og kúlu.

18 ára

Ástþór Jón Tryggvason vann 800m og varð þriðji í 100m.

 

Glíma

Sex keppendur frá HSK tóku þátt í glímu og unnu þeir þrjá titla. Aldís Freyja Kristjánsdóttir varð meistari í flokki 11- 12 ára stúlkna.  Ólafur Magni Jónsson sigraði í 13-14 ára flokki og Laufey Ósk Jónsdóttir vann í flokki 15-16 ára stúlkna.

 

Körfuknattleikur

Lið frá okkur sem kallaði sig Gullpíurnar urðu í 3. sæti í flokki 11-12 ára.  Í liðinu voru þær Arnheiður Soffía Jónsdóttir, Ásdís Lára Svavarsdóttir, Brynja Líf Jónsdóttir, Embla Dís Gunnarsdóttir, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir, Karolína Helga Jóhannsdóttir, Sóldís María Eiríksdóttir, Thelma Lind Sigurðardóttir og Tinna Sigurrós Traustadóttir.

Lið frá okkur sem nefndist Sveittir munkar urðu í þriðja sæti í flokki 15-16 ára stráka. Alexander Hrafnkelsson, Haukur Þrastarson, Sölvi Svavarsson, Valur Guðjónsson og Þorvarður Hjaltason voru í liðinu.

 

Ólympískar lyftingar

Þrír keppendur tóku þátt í lyftingum á mótinu. Úrslit tóku mið af sinclair stuðli, sem er lyfting sem hlutfall af líkamsþyngd. Matthías Abel Einarsson  úr Lyftingafélaginu Hengli varð unglingalandsmótsmeistari í flokki 18 ára og yngri og setti Íslandsmet í sínum aldursflokki. Karen Ósk Kjartansdóttir varð önnur í flokki 15 ára og yngri.

 

Skák

Sigurjón Reynissson varð annar í flokki 11-12 ára stráka.

 

Skotfimi

Róbert Khorchai Angeluson varð í 2.-3. sæti í 22 cal. riffli með 243 stig, aðeins einu stigi frá 1. sætinu.

 

Stafsetning

Ásrún Hreinsdóttir og Heiðdís Lilja Erlingsdóttir urðu í 2. sæti í flokki 11-12 ára með eina villu.Í 13-14 ára flokki komust þrír á pall frá HSK. Sigurbjörg Guðmundsdóttir vann með enga villu. Helga Ósk Gunnsteinsdóttir varð önnur með eina villu og Guðný Salvör Hannesdóttir varð þriðja með tvær villur. Benedikt Fadel Farag og Laufey Ósk Jónsdóttir urðu í 2. sæti í flokki 15-18 ára með þrjár villur.

 

Upplestur

Guðný Salvör Hannesdóttir varð unglingalandsmótsmeistari í upplestri í flokki 11-14 ára og Ragna Fríða Sævarsdóttir varð meistari í flokki 15 – 18 ára. Í þeim flokki varð  Laufey Ósk Jónsdóttir önnur.

Deila

Tilbaka

Viđburđir

  • 15.07.2025 Hérađsmót fatlađra í frjálsum íţróttum
  • 15.07.2025 Hérađsmót HSK í frjálsum íţróttum
  • 27.07.2025 Landsmót UMFÍ 50+
  • 31.07.2025 Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöđum
  • Fleiri viđburđir
  • HSK met
  • Sögulegur fróđleikur
  • Ársskýrsla HSK


Úrslit hérađsmóta

15.05

Sund, hérađsmót 2025

29.04

Sund, aldursflokkamót 2025

11.04

Blak, hérađsmót stúlkna 2025

11.04

Blak, hérađsmót drengja 2025

13.01

Skák, sveitakeppni HSK

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Formannafundur HSK 2025

Hérađsmótiđ í sundi 2023

Unglingamót HSK í frjálsum inn..

Aldursflokkamót í frjálsum inn..

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

15.07

Frjálsar, hérađsmót fatlađra

15.07

Frjálsar, hérađsmót

logo

Hérađssambandiđ Skarphéđinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is