Valmynd

  • Stjórn, nefndir og ráð
  • |
  • Aðildarfélög
  • |
  • Lög og reglugerðir
  • |
  • Fundargerðir
  • |
  • Verkefnasjóður
  • |
  • Um HSK
Héraðssambandið Skarphéðinn

 

27. október 2015

Sigmundur setti HSK met í maraþoni

Í byrjun október hélt 19 manna hópur Frískra Flóamanna í víking til Þýskalands til að taka þátt í Munchen-maraþoni sem fram fór 11. október. Í Munchen var boðið upp á maraþon (42 km) hálfmaraþon (21 km), 10 km og maraþonboðhlaup. F

rískir Flóamenn voru meðal 51 íslenskra hlaupara sem tóku þátt og voru fjölmennastir íslensku þátttakendanna. Tíu Frískir Flóamenn hlupu maraþon og voru fimm þeirra að fara sitt fyrsta maraþon.  Aðrir hlupu 21 km eða 10 km og voru sumir þeirra að fara sitt fyrsta keppnishlaup. Svo voru þarna reynsluboltar sem ekki hafa tölu á sínum keppnishlaupum. Allir stóðu sig vel en umfram allt nutu daganna með bros á vör.

Bestum árangri náði Sigmundur Stefánsson, en hann hljóp maraþon á 3:16:37 mín og var fjórði í sínum aldursflokki, 60-64 ára. Þetta er jafnframt HSK-met í aldursflokknum og annar besti árangu íslendings frá upphafi í flokknum. Þá varð Ingileif Auðunsdóttir 10. í sínum aldursflokki, 60-64 ára, en þetta var hennar fyrsta maraþon. Hún hljóp á tímanum 4:43:16 mín og er það annar besti árangur 60-64 ára kvenna innan HSK og 5. besti á landsvísu. Þá voru nokkrir að stórbæta sína tíma.

Ferðin tókst í alla staði mjög vel og eru Frískir þegar farnir að ræða næstu utanlandsferð. 

Deila

Tilbaka

Viðburðir

  • 07.06.2022 Héraðsleikar og Aldursflokkamót HSK
  • 12.06.2022 Bláskógaskokk HSK
  • 24.06.2022 Landsmót UMFÍ 50 plúss
  • Fleiri viðburðir
  • HSK met
  • Sögulegur fróðleikur
  • Ársskýrsla HSK

Úrslit héraðsmóta

18.05

Sund, héraðsmót 2022

13.05

Blak, héraðsmót unglinga 2022

04.05

Blak, héraðsmót kvenna 2022

27.04

Sund, aldursflokkamót 2022

13.12

Judó, héraðsmót 2021

Fleiri úrslit

Nýjar myndir

Vormót HSK í frjálsum

Héraðsleikar og aldursflokkamó..

Aldursflokkamót HSK í sundi 20..

Grunnskólamót HSK í glímu 2020

Fleiri myndir

Mótaskrá HSK

07.06

Frjálsar, héraðsleikar og aldu..

12.06

Bláskógaskokk HSK-50 ára afmæl..

logo

Héraðssambandið Skarphéðinn

Selinu

Engjavegi 48

800 Selfossi

Sími 482 1189

hsk@hsk.is